Klassískir kaffidrykkir fyrir vinnustaðinn
Þar sem viðskiptavinir, starfsfólk og gestir geta notið óviðjafnanlegs kaffibolla, ríkir almennt afkastamikið og afslappað andrúmsloft. Kaffi frelsar hugann og örvar sköpunargáfuna. Þar af leiðandi ætti enginn vinnustaður að vera án góðrar kaffivélar. Nýja WE6 hellir upp á alla sígildu kaffidrykkina, allt frá ristretto og espresso til venjulegs kaffibolla.
Kaffivélin er fullkomin lausn á stöðum þar sem drukknir eru um 30 kaffibollar á dag. Vatnstankurinn tekur 3 l af vatni, baunatankurinn tekur 500 g af kaffibaunum og affallsbakkinn tekur við kaffikorgi úr allt að 25 kaffibollum. Ánægja við kaffidrykkju er endurskilgreind sökum byltingarkenndra tækninýjunga. Stjórnborð, takkar og nútímalegur TFT skár framan á vél gera notkun einkar einfalda, jafnvel fyrir óreynda notendur.
Tækninýjungar fyrir fullkomna ánægju
WE6 býður upp á 8 mismunandi drykkjarmöguleika. JURA hefur fullkomnað uppáhellingarferlið fyrir stutta kaffidrykki sem gerir það að verkum að WE línan hellir upp á þá með sama gæðastandard eins og þú myndir búast við á kaffihúsum. Keilulaga AromaG3 kvörnin tryggir bestu mölun kaffibauna. Kvörnin malar ferskar baunir hratt en varlega og varðveitir þar af leiðandi mikla fyllingu og bragðgæði kaffibaunanna. Uppáhellarinn getur tekið breytilegt magn kaffis, frá 5 til 16 grömmum og tryggir bestu mögulegu skilyrði til uppáhellingar öllum stundum. Púlsuppáhelling (P.E.P.®), tækninýjung þróuð af JURA fullkomnar uppáhellingartímann. Þegar hellt er upp á ristretto eða espresso, þrýstir vélin vatninu í gegnum kaffið í púlsum með ákjósanlegri tíðni miðað við valið vatnsmagn.
TÜV skírteini fyrir hreinlæti
Góð umgengni og hreinlæti er nauðsynlegt á vinnustaðnum. Innbyggð skolunar- og hreinsikerfi ásamt sérþróuðum rekstrarvörum fyrir JURA kaffivélar, tryggja fullkomið hreinlæti með einni snertingu. WE6 er frábær kostur fyrir vinnustaði sem eru reknir samkvæmt HACCP* og er vélin vottuð af TÜV Rheinland.
* Hazard Analysis and Critical Control Points
Jafn einstök og þínar þarfir eru
WE6 hefur marga valmöguleika þegar kemur að stillingum og notendamiðuðum breytingum, vegna þess að þarfir geta verið mismunandi frá einum stað til annars. Mögulegt er að aðlaga magn malaðs kaffis og vatns bæði að persónulegum þörfum og þeim bollum / glösum sem eru notuð. Einnig er hægt að stilla inn ákveðna uppáhalds kaffidrykki með því að óvirkja aðra. Mismunandi viðmót eru möguleg, til dæmis er hægt að leyfa aðeins breytingar á forstillingum og vatnsmagni eftir að talnaruna hefur verið slegin inn, en það getur komið í veg fyrir að mistök geti átt sér stað.
Notendaleiðbeiningar.
WE uppsetning fyrir fyrstu notkun.
Afkastageta.
Ráðlagður bollafjöldi að hámarki á dag – 30.
2 kaffi – 1 mín.
2 espresso – 45 sek.
2 ristretto – 30 sek.
Heitt vatn ( 200 ml. / 7 oz. ) – 45 sek.
Púlsuppáhelling P.E.P – Já Laðar fram öll smáatriði ilms og bragðs þegar hellt er upp á hinn fullkomna espresso
Hægt að tengja við snjallsímaforritið J.O.E – já.
Ilmaukandi for- uppáhelling – já raka er leyft að komast í snertingu við malað kaffið áður en uppáhelling byrjar
til þess að auka ilminn. Intelligent Pre – brew aroma system ( I.P.A.S @)
Gerð kvarnar – Professional Aroma kvörn úr ryðfríu stáli.
Fjöldi kvarna – 1.
Uppáhellari – Pressa – 5 – 16 g.
Thermoblock hitakerfi – 1.
Vatnskerfi – 1.
Dæla – 15 bör.
Snjallvatnsfilter – Já Claris Pro smart – Mikil þægindi kaffivélin lætur vita þegar að þarf að skipta um filter
og skynjar sjálfvirkt þegar að skipt er um hann.
Þægindi notanda.
Vatnstankur – 3 l.
Fjöldi baunatanka – 1.
Rúmtak baunatanks – 500 g.
Lok á kaffibaunatanki sem verndar ilm og bragð – já.
Kaffikorgur ( hám. Fjöldi bolla í tank ) – 25.
Hægt að sjá fjölda uppáhelltra kaffidrykkja – já.
Breytanlegar stillingar notanda.
Stillanlegt magn af vatni í kaffi – já.
Hægt að breyta vatnsmagni í bolla við hverja uppáhellingu – já.
Styrkleiki á kaffi – 8 stig.
Hægt að breyta styrkleika á kaffi við hverja uppáhellingu – já.
Hitastig á kaffi – 2 stig.
Stillanlegt magn af heitu vatni – já.
Hitastig á heitu vatni 3 stig.
Hægt að stilla grófleika mölunar – já mismunandi kaffi hentar mismunandi grófleiki mölunar.
Sjálfbærni og umhverfið.
Orkusparnaðarkerfi – já.
„Slekkur á sér“ stillanlegt – já 15 mín. – 9 klst.
Straumrofi – já.
Öryggi.
Hægt að læsa stillingum notanda – Já.
Hentar vel á vinnustöðum þar sem þetta kemur í veg fyrir
að fólk breyti „óvart“ bragðstyrk og vatnsmagni í kaffibollum.
Kaffistútar.
Hæðanstillanlegur kaffistútur – 65 – 111 cm.
Stútur fyrir heitt vatn – já.
Hæðarstillanlegur stútur fyrir heitt vatn – 67 – 113 mm.
Sameiginlegur stútur fyrir Cappuchino og heitt vatn – já.
Þegar hellt er upp á heitt vatn er Cappuchino stútur fjarlægður með einföldum hætti
og sérstakur fyrir heitt vatn settur á ventilinn í staðinn.
Tæknlegar upplýsingar.
Hæð – 41,8 cm.
Breídd – 29,5 cm.
Dýpt – 44,4 cm.
Heildarafl – 1.450 W.
Spenna – 220 – 240 V.
Rafstraumur amper – 10 A.
Tíðni – 50 Hz.
Þyngd – 10 kg.
Lengd rafmagnssnúru – 1,1 m.
Hægt að tengja tæki við greiðslutæki ( Valkvætt ) – já með aukabúnaði.
Rafmagnsnotkun þegar slökkt er á kaffivél – 0 W.
Rafmagnsnotkun á orkusparnaði – 6 W. á klukkustund.
Fylgihlutir.
Vatnsfilter – já.
Hreinsitöflur – já.