Mjólkurflóarinn frá Jura er hraðvirk, auðveld og hreinleg leið til þess að búa til fullkomna,
flauelsmjúka mjólkurfroðu. Tilvalið fyrir kalda drykki, eins og latte frio og kalt súkkulaði
auk hefðbundnari drykkja eins og cappuccino.
Hönnunin passar einstaklega vel við klassísku línuna frá Jura, er hin fullkomna viðbót
við hvaða kaffivél sem er og ómissandi hjálparkokkur fyrir alla sem elska mismunandi
mjólkurdrykki. Notkun er einföld og með einum takka má búa til kalda, volga og
heita mjólkurfroðu á skömmum tíma.
Fjölbreytt úrval mjólkurdrykkja
Loft- og kremkennd mjólkurfroða gefur vinsælum drykkjum þann frísk- og léttleika
sem þeir þurfa, hvort heldur sem lokaskreyting eða sem lykil innihaldsefni.
Sjálfvirka flóunarkannan töfrar fram drykki sem eru algert lostæti úr kaldri, hitaðri eða heitri mjólk.
Drykki fyrir allar árstíðir, hvort sem um ræðir heitt súkkulaði á vetrarkvöldum, kaldan ávaxta Romanoff
á vorin, frískandi kaldan flat white á heitum sumardögum eða kalt chai latte að hausti til.
Lítill uppskriftabæklingur fylgir með flóunarkönnunni sem veitir innblástur fyrir alls konar
drykki og eru ímyndunaraflinu engin takmörk sett.
Köld mjólkurfroða með einni snertingu
Einfaldlega ýttu á hnappinn einu sinni, tvisvar eða þrisvar og köld, hituð eða heit mjólk er
freydd í mjólkurtankinum. Sjálfskýrandi tákn lýsast upp og sýna hvað hefur verið valið.
Falleg hönnun
Útlit og áferð sjálfvirku flóunarkönnunar endurspeglar klassíska JURA hönnun.
Hönnunin tryggir hámarks hreinlæti og flóunarkönnuna er auk þess einfalt að handleika.
Auðvelt er að grípa um könnuna á mjúku og hitaþolnu gúmmí og fáguð króm smáatriði heilla notandann.
Viðhaldslítill efniviður eins og ryðfrítt stál og hringlaga formið gera mjólkurtankinn mjög auðveldan í þrifum.
Lítil og nett
Rafmagnssnúruna og aukahluti er hægt að geyma á þægilegan hátt í neðsta hluta flóunarkönnunar.
Kannan, sem er 13 x 21 cm. passar líka fullkomlega inn í hvaða eldhússkáp sem er.
Þægindi notanda
Fjöldi hitastiga 3
Köld mjólkurfroða Já
Volg flóuð mjólk Já
Volg mjólkurfroða Já
Heit flóuð mjólk Já
Heit mjólkurfroða Já
Tækið stoppar sjálfkrafa Já
Magn af mjólkurfroðu í einu 250 ml
Magn af flóaðri mjólk í einu 340 ml
Tæknilegar upplýsingar
Hæð 20,9 cm
Breidd 12,5 cm
Dýpt 12,5 cm
Heildarafl 550 - 650 W
Spenna 120 - 240 V
Tíðni 50 - 60 Hz
Þyngd 1,0 kg
Lengd rafmagnssnúru 0,8 m