Vatnsfilter í Jura kaffivélar. Kaffi er 98% vatn. Þeim mun betri sem vatnsgæðin eru, þeim mun betra verður kaffibragðið. CLARIS Pro Smart vatnsfilter síar vatn með áreiðanlegum hætti. Eftir stendur besta innihaldsefni fullkomins kaffibolla – hreint vatn fyrir hreina ánægju.
CLARIS Pro Smart vatnsfilterinn getur átt í boðskiptum við kaffivélina, þökk sé innbyggðu RFID örflögunni. Kaffivélin fær merki frá vatnfilternum þegar hann er settur í vatnstankinn. Hún skráir jafnóðum hjá sér upplýsingar varðandi notkun og lætur vita þegar skipta þarf um filter. Heildarvatnsmagn sem rennur gegnum filterinn er skráð og geymt í örflögunni og þegar filterinn hefur verið fullnýttur er honum skipt út fyrir nýjan. Ekki þarf að afkalka kaffivélar frá Jura ef CLARIS Pro Smart vatnsfilter er notaður.
Hentar fyrir professional kaffivélar með I.W.S.®tækni:
GIGA X8
GIGA X3
X10
X8
X6
WE8
WE6
Ending filters fer eftir vatnshörku þess vatns sem sett er í vélina. Stilla þarf vatnshörku í kaffivélum;
við 1-10°dH: Allt að 300 L
við 11-12°dH: Allt að 240 L
við 13-15°dH: Allt að 180 L
við 16-20°dH: Allt að 120 L
við 21-25°dH: Allt að 95 L
við 26-30°dH: Allt að 80 L