Fréttir

Eikarbretti frá Meiður trésmiðja komin í sölu hjá Progastro.

Við hjá Progastro höfum hafið sölu á framreiðslubrettum úr ofnþurkkaðri Jökuleik sem fyrirtækið Meiður trésmiðja hannar og framleiðir. Brettin eru fáanleg í ýmsum stærðum og gerðum, ekkert bretti er eins og þau eru öll handunnin og númeruð. Eingöngu náttúru-og matvæn olía er notuð á viðinn.Brettin má nota á ýmsa vegu, t.d. undir snittur, osta, tapas,
brauðtertur, sushi og kjöt svo fátt eitt sé nefnt.  Þau eru einnig falleg prýði í eldhúsið.

Meiður trésmiðja er lítið hönnunar-og framleiðslufyrirtæki sem framleiðir nytjavörur úr ýmis konar við. Öll hönnun og framleiðsla fer fram á verkstæði Meiðs í Hafnarfirði.
Meiður notar engöngu náttúrvænar vörur við framleiðsluna og nýtir alla afganga sem til falla.  Dæmi um vörur sem Meiður framleiðir og býður upp á eru: kökukefli, skálar, kertastjakar, framreiðslubretti, steikarbretti, borð og bekkir.  https://www.facebook.com/meidur/

Sjá nánar hér