Fréttir

Pure Deli notar Alfa pizzaofn.

Pure Deli í Ögurhvarfi 4, er glæsilegur veitingastaður með áherslu á ferskan og hollan mat.
Úrvalið er mikið á matseðli og ekki er vandamál að finna góðgæti sem hentar flestum.
Staðurinn er rekin af þeim hjónum Ingibjörgu og Jón Arnari sem hafa mikla reynslu og 
kunnáttu í þessum efnum http://puredeli.is/

Á dögunum fengu þau í heimsókn til sín Davide D´Aura á vegum Sælkeradreifingar hann
var að vinna með pizzubotna úr súrdeigi, sem hittu heldur betur í mark pizzurnar 
voru vægast sagt frábærar og bráðnuðu í munni. Enda súrdeigspizzurnar komnar 
á matseðil hjá þeim. 

Þau eru að nota ítalskan pizzaofn frá Alfa sem hefur reynst mjög vel að þeirra sögn, 
hægt er að baka allt að 4 pizzur í einu á 90 sekúndum og afkastagetan á ofninum mjög öflug. 
Alfa pizzaofnarnir hitna fljótt og ná 400°C á c.a 30 mínútum þeir henta vel í flesta eldamennsku 
það er hægt að grilla, steikja, baka og gratinera í þeim.

Alfa ofnana er hægt að fá bæði fyrir gas og við í mismunandi stærðum.
Þeir sem vilja fá að heyra af reynslunni með ofninn mega setja sig í samband við Jón Arnar. 
Varðandi pizzaofnana er hægt að senda fyrirspurn á progastro@progastro.is