Viðgerðarþjónusta

Rafmiðlun hf sér um alla varahluta og viðgerðarþjónustu fyrir Progastro ehf.
Rafmiðlun hefur þjónustað okkar tæki undanfarin 20 ár.

Rafmiðlun býður upp á  þjónustusamninga fyrir sína viðskiptavini.
Í honum felst að komið er með reglulegu millibili og stóreldhústækin tekin út, gerðar athugasemdir sem síðan er samið um lagfæringar á.
Einnig er oft í slíkum samningi ákvæði um bráða þjónustu starfsmanna vegna bilana á tækjum.

Við höfum víðtæka reynslu af viðgerðum og þjónustu fyrir hótel-og veitingageirann og hið opinbera sem við höfum þjónustað frá stofnun fyrirtækisins 1996.

Yfir 90% af verkbeiðnum er lokið samdægurs og er það metnaður okkar að auka það hlutfall enn frekar.Varahlutalager okkar er með yfir 5000 vörunúmer á lager og er afgreiðslutími á sérpöntuðum varahlutum sjaldan meiri en 2 sólarhringar.

Við þjónustum öll tæki á markaðnum og getum útvegað varahluti í flest öll tæki á skömmum tíma.

Rafmiðlun hf
Þjónustusími: 540-3509

vidgerdir@rafmidlun.is
Flugumýri 32 
270 Mosfellsbær

Opið virka daga frá 8-16
Bakvaktir föstudaga frá 15-21
Bakvaktir laugardaga frá 9-21
Bakvaktir sunnudaga frá  9-18