KAI Shun Premier Chef hnífur - 20 cm

Vörunúmer: TDM-1706

  34.900 kr

 

Blað: 20 cm 
Handfang: 12,5 cm 

Hönnun Tim Mälzer á Shun Premier er sérsniðin að þörfum matreiðslumanna.
Hágæða hnífar þar sem frumleiki og kunnátta sameinast við gerð hnífana.
Samsetning blaðsins er þrískipt. Niður með blaðinu er yfirborðið hamrað áferðin er
kölluð “Tsuchime“ neðri hlutinn matt Damaskus stál sem endar flugbeittri egg.

Kjarninn er VG Max stál ytra byrði hnífsins eru 32 lög af damaskus stáli.
Samsetning stálsins eykur sveigjanleika og fjaðurmögnun hnífsins.
Tvíhliða blað hnífsins er auðvelt að vinna með og gefur hnífnum léttleika en
jafnframt hreinan og tæran skurð.
Tsuhcime hamraða áferðin er ekki bara útlitið heldur er hún til þess gerð
að hráefnið loðir ekki eins mikið við hnífinn.

Handfangið er unnið úr sterkum “Pakkawood“ við dökkt með fallegum æðaskurð.
Samsetningin er hentug fyrir bæði rétthenta eða örvhenta hnífsblaðið er jafnt á báða vegu.
Stöðugt grip gefur hnífnum betra jafnvægi við vinnslu. Á enda handfangsins er grafið nautshöfuð
sem er vörumerki Tim Mälzer.

Aldrei setja hnífa í uppþvottavél.  Uppþvottavélin fer ekki bara illa með efnið í hnífnum heldur hefur líka slæm áhrif á bit hnífsins. 
Ekki nota gler eða granít skurðarbretti, þau eyðileggja eggina á hnífnum.  Notið tré eða plastbretti, helst í mýkri kantinum.

Tengdar vörur