Jura mjólkurkælir 0.6 l.

Vörunúmer: 24236

  39.990 kr

Vinsælir kaffidrykkir í dag, væru óhugsandi án ferskrar, kaldrar mjólkur. Mjólkurkælirinn sér til þess að mjólk sé til staðar við réttar aðstæður þegar hennar er þörf. Hann er sparneytinn og slekkur sjálfkrafa á kælingunni ef ryðfríi mjólkurtankurinn er fjarlægður. Cool Control 0,6 L mjólkurkælirinn er hinn fullkomni aukahlutur með hvaða sjálfvirku Jura kaffivél sem er.

 

Góð nýting á rými

Nettar málsetningar Cool Control 0,6 L gerir notkun mögulega á stöðum þar sem pláss er af skornum skammti. Mjólkurkælirinn passar inn í hvers kyns umhverfi, jafnvel litla eldhúskróka.

 

 

Fáguð hönnun

Klassískt Jura útlit einkennir Cool Control mjólkurkælirinn, en hann er hannaður sérstaklega með einfalda notkun og hámarks hreinlæti í huga. Fágaðar grópir fyrir loftræstingu setja fallegan svip á kælinn og er lok hans úr gegnheilu 1,5 mm áli. Hreinar og minimalískar línur Cool Control 0,6 L gera það síðan að verkum að hann passar einstaklega vel við hvaða Jura kaffivél sem er.

 

 

Fullkomin mjólk og mjólkurfroða 

Notkun Cool Control mjólkurkælis tryggir fullkomna, ferska mjólkurfroðu með silkimjúkri áferð í hvert sinn, fyrir vinsæla drykki á borð við flat white. Árangurinn fæst með því að halda mjólkinni kældri við 4°C. Mjólkurkælirinn kemur auk þess í veg fyrir óskemmtilegar skvettur, sem fylgja því oft annars þegar hellt er upp á kaffidrykki með mjólk. Innbyggður nemi skynjar mjólkurmagn og tryggir að notandinn fái ávallt áminningu þegar fylla þarf kælirinn með mjólk.

 

 

Hámarks hreinlæti

Millistykki Cool Control 0,6 L eru algerlega sniðin hvert að öðru og mynda loftþéttar tengingar. Auðvelt er að tengja stykkin saman og taka í sundur í nokkrum skrefum. Öll millistykki mjólkurkælisins sem koma í snertingu við mjólk má setja í uppþvottavél fyrir hámarks hreinlæti, allt frá hágæða tankinum úr ryðfríu stáli til sogrörsins.

Notendaleiðbeiningar

 

Einstök þægindi

Þráðlaus
Mögulegt. Það þarf að kaupa Bluetooth eða WiFi örflögu aukalega.

Þægindi notanda

Hitastig4°C
Rúmtak0,6 L

Tæknilegar upplýsingar

Hæð16,4 cm
Breidd11,7 cm
Dýpt23,9 cm
Spenna100 - 240 V
Tíðni50 - 60 Hz
Þyngd1,7 kg
Lengd rafmagnssnúru1,8 m

Tengdar vörur