Lodge emaléraður pottur 7 lítra - Rauður

Vörunúmer: 66EC7D43

  48.900 kr
  41.565 kr
  15% afsláttur - jól 2024

Emaléraðir járnpottar eru í raun glerjaðir og verja pottana gegn vandamálum óglerjaðra potta á borð við ryð. Glerjuðu pottunum fylgja litlar sílikonpottahlífar og þær eru settar á milli pottsins og loksins. Athugið að pönnuhlífarnar eru aðeins ætlaðar til að verja glerunginn við geymslu, þær á ekki að nota við eldamennsku.

Glerjuðu pottarnir frá Lodge koma í alls kyns litum og stærðum og er oft leyft að standa tignarlega á eldavélinni. Pottana má nota á öll helluborð sem og inn í ofninn. Það er hægt að malla í þeim súpu daginn langt sem og undir brauðbaksturinn.

Lodge hafa framleitt steypujárn í bænum Suður-Pittsburg síðan árið 1896. Verksmiðjan er nú ein eftirlifandi sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið fjölskyldurekið frá upphafi og er nú í höndum fjórðu kynslóðar Lodge fjölskyldunnar. Árið 2002 byrjuðu Lodge með nýja línu sem þau kalla Lodge Logic en þá er steypujárnið bakað í feiti og tilbúið til notkunar. Nú eru allar vörur frá þeim meðhöndlaðar á þennan hátt áður en þær fara úr verksmiðjunni og því er ekkert því til fyrirstöðu að skella pönnunni eða pottinum beint á helluna. Steypujárn hefur lengi verið staðalbúnaður í eldhúsum en gengur ný í endurnýjun lífdaga eftir að hafa þótt heldur gamaldags í nýjungagjörnu samfélagi. Engan skyldi undra því steypujárn er bæði fjölhæft og endingargott. Steypujárn er ekki ryðfrítt. Gott er að bera olíu á járnið sem ryðvörn.