Byltingarkennd Z10 með P.R.G. fyrir heita og kalda kaffidrykki
Svissneskt verkfræðivit færir okkur enn eitt meistaraverkið, Z10, sem býður upp á tvöfalt fleiri drykkjarmöguleika en hafa verið í boði hingað til. Með einni snertingu er mögulegt að hella upp á fjölmarga heita kaffidrykki allt frá bragðsterkum espresso til vinsælla drykkja eins og flat white. Auk þess getur vélin hellt upp á Cold Brew, kalda kaffidrykki, og opnar þannig alveg nýja vídd fyrir kaffiunnendur. Product Recognising Grinder (P.R.G.) gerir þetta mögulegt, en um er að ræða nýja kvörn sem greinir á milli mismunandi kaffidrykkja og aðlagar grófleika mölunar samkvæmt því.
JURA hefur auk þess þróað byltingarkennda aðferð við uppáhellingu kaldra kaffidrykkja, svala tækninýjung í orðsins fyllstu merkingu. Í uppáhellingarferlinu er köldu vatni púlsað rólega í gegnum nýmalað kaffið við háan þrýsting. Útkoman er algerlega ný leið til að upplifa kaffi – hressandi og orkugefandi kaldir kaffidrykkir með dásamlegu jafnvægi ilms og bragðs.
Þessi framúrskarandi, hágæða kaffivél er með Blue Crystal snúningsrofa og 4.3" háskerpu lita- og snertiskjá. Notendavæn valmynd og algerlega nýtt stýrikerfi með gervigreind gera kaffivélina einstaklega auðvelda og þægilega í notkun. Tækninýjungar vélarinnar endurspeglast einnig í skúlptúrhönnun hennar. Kúpt-íhvolf framhliðin er til að mynda augljós sönnun bæði umhyggju fyrir smáatriðum og nákvæmni í framleiðslu. Z10 er hágæða kaffivél og yfirlýsing um framúrskarandi smekk.
Product Recognising Grinder (P.R.G.) - Ný kvörn sem greinir á milli kaffidrykkja
Til þess að tryggja fullkomna mölun fyrir sérhvern kaffidrykk þróuðu verkfræðingar JURA nýja kvörn, Product Recognising Grinder (P.R.G.). Hágæða kvörn sem er rafstýrð og aðlagar grófleika mölunar að fyrirfram skilgreindum stillingum á aðeins sekúndubroti, mun hraðar og oftar en mögulegt er þegar kvarnir eru stilltar handvirkt. Skali mölunar nær allt frá mjög fínni mölun fyrir stutta klassíska kaffidrykki til mjög grófrar mölunar fyrir sérstaka Lungo kaffidrykki. Kaffiunnandinn þarf ekkert að gera, aðlögun mölunar á sér stað sjálfkrafa í hvert skipti sem kaffidrykkur er útbúinn. Þökk sé Aroma selection er einnig hægt að stilla mölun handvirkt fyrir hverja uppáhellingu, sé þess óskað.
Cold Brew – feikilegur ferskleiki
Byltingarkennd aðferð við uppáhellingu kaldra kaffidrykkja gerir það að verkum að Z10 hellir upp á ósvikna Cold Brew kaffidrykki. Á meðan flestir hefðbundnir kaldir kaffidrykkir eru búnir til með heitu uppáhelltu kaffi sem síðan er kælt, notar Z10 kalt vatn og púlsar því í gegnum gróft, nýmalað kaffið við háan þrýsting. Útkoman í bollanum er náttúrulegur, orkugefandi og hressandi drykkur þar sem ávaxtakeimur kaffisins fær að njóta sín án þess að kaffidrykkurinn bragðist bitur. Allt annað væri bara venjulegt kalt kaffi.
Áttunda kynslóð uppáhellara
Uppáhellarinn er hjarta hverrar sjálfvirkrar kaffivélar. JURA hefur hannað áttundu kynslóð uppáhellara fyrir Z10 kaffivélina. Einstök 3D uppáhellingartækni gerir vatninu kleift að flæða jafnt í gegnum nýmalað kaffið á nokkrum mismunandi stöðum. Ilmur kaffisins er þannig hámarkaður, bæði fyrir heita kaffidrykki og Cold Brew kaffidrykki.
Glæsileiki sem stenst tímans tönn
Hönnun og vandað efnisval gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að endingu vöru. JURA leitast alltaf við að hanna kaffivélar með sígildu útliti, sem eiga enn vel við eftir margra ára notkun og vekja stolt hjá eigendum sínum. Ósveigjanleg gæði, góð ending, hágæða efnisval og hámarks nákvæmni í framleiðslu tryggja yfirburði kaffivélarinnar bæði þegar kemur að uppáhellingu og fagurfræði. Hár standard handverks sést hvað best á hinni flóknu kúptu-íhvolfu framhlið úr áli. Hönnun vélarinnar ber auk þess vott um mikla umhyggju fyrir smáatriðum og eru fágaður, rifflaður vatnstankur auk samstæðrar, stílhreinnar hlífar fyrir vatnsfilter aðeins tvö lítil dæmi um hana. Þú skynjar hvað JURA meinar með raunverulegum gæðum, um leið og þú snertir Z10 kaffivélina.