Helstu eiginleikar
Homemade Plus - Tilvalinn ofn fyrir fagmannlegri árangur
Ofninn, sem er nú enn rúmbetri, hefur sporöskjulaga lögun að innanverðu og líkist því hefðbundum viðarofnum. Lögunin gerir það að verkum að loftflæðið í kring um matvælin verður sem ákjósanlegast sem skilar sér í matvælum sem eru mjúk að innan og einstaklega stökk að utanverðu. Innfelldar hliðar ofnrýmis tryggja að loftið dreifist enn betur og fyrirbyggja að köld svæði myndist í ofnrýminu. Þetta sérstaka loftflæði skapar kjörin skilyrði fyrir fagmannlega eldamennsku, ýmist á einni eða fleiri ofnplötum samtímis.
AirFry - Þegar það þarf að vera hollt og ljúffengt
Nú geturðu útbúið stökkan og bragðgóðan steiktan mat án auka kaloría. Þessi eldunaraðferð sem byggist á ákaflega öflugum bakstri með heitu lofti þarf enga fitu til þess að tryggja fullkomlega stökka, gullna skorpu. AirFry kerfið hentar vel fyrir litla bita af kjöti, fiski og grænmeti, og fyrir frosin matvæli eins og franskar kartöflur og kjúklinganagga.
Hröð upphitun - Fyrir innblástur á síðustu stundu
Ofninn nær allt að 200 ˚C hitastigi á aðeins 5 mínútum, sem sparar 30% af þeim tíma sem hefðbundin hröð upphitun tekur hjá sambærilegum ofnum. Þessi virkni er einstaklega þægileg fyrir innblástur á seinustu stundu og uppskriftir sem krefjast forhitaðs ofns. Ljós og hljóðmerki gefa til kynna þegar réttu hitastigi er náð.
ExtraSteam - Auðveldasta leiðin til að baka með gufu
Kerfið skapar hinar fullkomnu gufu umhverfisaðstæður sem gefa brauðinu þínu góða lyftingu og stökka skorpu. Þú þarft bara að setja smá vatn í flata bökunarplötu, velja ExtraSteam kerfið og láta ofninn um að vinna verkið.
Pizza kerfi - Besta pizzan í bænum
Kerfið, sem býður upp á bökun við allt að 300°C hita, var sérhannað til þess að hjálpa þér að baka hina fullkomnu pizzu, focaccia, flatbökur og annað álíka bakað góðgæti.
FrozenBake - Auðveldasta leiðin til að hita upp frosið góðgæti
Þetta skilvirka eldunarkerfi er hið fullkomna val fyrir allar tegundir af frosnum mat og tilbúnum réttum.
Gratín stilling- Fyrir bragðgóða og gyllta skorpu
Gratín stilling tryggir fullkomna gullbrúna skorpu á lasagne, kjöti, kartöflugratíni og öðrum gratínréttum.
Nægt rými – Rúmgott 77 L innanrými
Tilbúinn fyrir XXL uppskriftir? Framsæknar lausnir tryggja stærra innanrými og fulla nýtingu á breidd ofnsins. Meira rými er til staðar á hverri ofnplötu og tryggir þessi einstaka tækni að matvælin eldist jafnt á öllum hæðum.
PerfectGrill – skilvikari og öruggari grillelement
Eitt stórt og annað minna grillelement eru staðsett í innfelldu ofnloftinu. Vandlega úthugsuð staðsetning grillelementa tryggir bæði öryggi gagnvart bruna við notkun ofnsins og skapar ákjósanlega hitadreifingu. Þannig næst fullkominn árangur við eldun í hvert skipti og matvælin verða stökk að utan en mjúk að innan.
GentleBake - Fyrir ofur mjúkan og safaríkan mat
GentleBake er fyrir hægan og jafnan bakstur. Eldunarkerfið lokar rakann inni í matvælunum, þannig að þau haldast ofurmjúk og safarík. Hentar vel til að elda kjöt, fisk eða bakkelsi á einni hæð.
Kjarnhitamælir - Hárrétt steikt í hvert einasta skipti
Kjarnhitamælir hefur eftirlit með hitanum innan í kjötinu og stýrir þannig öllu steikingarferlinu, auk þess að láta vita þegar því er lokið.
Barnalæsing – Þegar þú þarft að skreppa frá eitt andartak
Gorenje ofninn er sérstaklega fjölskylduvænn: að skilja börn eftir í eldhúsinu eitt andartak án eftirlits er nú öruggara, þar sem vélrænn læsing kemur í veg fyrir að þau opni ofnhurðina.
DC+ kerfi - Árangursrík hitastjórnun
DynamiCooling kerfið kælir ofninn á áhrifaríkan hátt að utan til að koma í veg fyrir skemmdir sem geta myndast af völdum mikils hita. Í ofnum sem eru með DynamiCooling+ kerfi, stjórna hitaskynjararnir kælingu á ytri veggjum ofnsins þar til þeir ná 60°C hita. Þetta er sérstaklega þægilegt þegar ofninn er notaður á eldunarkerfum með háum hitastigum og í þeim ofnum sem eru með Pyrolytic sjálfhreinsikerfi.
GentleClose & GentleOpen - Láttu eldamennskuna tala sínu máli
Varleg snerting er það eina sem þarf til þess að opna eða loka ofnhurðinni mjúklega, án hávaða.
Fjarlæganleg glerhurð - Auðvelt aðgengi, auðvelt að þrífa
Auðvelt er að fjarlægja glerið í hurðinni, sem tryggir auðveldari þrif og þar með alltaf frábæra sýn inn í ofninn
Fylgiskjöl
Tæknilegar upplýsingar
Almennar upplýsingar | |
Vöruflokkur | Rafmagnsofn |
Gerð ofns | Multifunction blástursofn |
Vörulína | Essential Line |
Orkunýtingarflokkur | A |
Litur | Svartur |
TouchFree Inox | Já |
Hráefni innanrými | Raf emelering |
Hurðarhjarir | SoftOpen & GentleClose lokun |
Innfelldir stjórntakkar | Já |
HomeMade Plus | Já |
Eiginleikar | |
Thermostat hitastýring | Já |
Ljós í ofnrými | Stakt ljós í toppi |
Ofnhurð | Slétt gler í innri hurð ofns sem má fjarlægja |
Hægt að elda á mörgum hæðum á sama tíma | Já |
PerfectGrill | Já |
ExtraSteam | Já |
SuperSize | Já |
Gratín stilling | Já |
Eldunarkerfi | |
Undir- & yfirhiti með blæstri | Já |
Undir- & yfirhiti + gufa | Já |
AirFry | Já |
Grill | Já |
Grill & vifta | Já |
Heitur blástur + gufa | Já |
Hraðhitun | Já |
GentleBake | Já |
Pizza kerfi | Já |
FrozenBake | Já |
Létthreinsun | Já |
Þíða | Já |
Skilvirkni | |
Nýtanlegt ofnrými | 77 L |
Hámarkshitastig í ofnrými | 300°C |
Flatarmál stærstu bökunarplötu | 1.360 cm² |
Þrif | |
AquaClean létthreinsun | Já |
Öryggi | |
Barnalæsing | Já |
Köld hurð | Já |
DC+ kælivifta | Já |
Tæknilegar upplýsingar | |
Tækjamál (BxHxD) | 59,5 x 59,5 x 56,4 cm |
Mál umbúða (BxHxD) | 62 x 66 x 67,5 cm |
Innbyggimál (BxHxD) | 56 x 59 x 55 cm |
Nettóþyngd | 28,3 kg |
Brúttóþyngd | 30,3 kg |
Orkunotkun (blástur) | 0,82 kWh |
Orkunotkun (undir- & yfirhiti) | 0,97 kWh |
Heildarafl | 3,500 W |
Afl grills | 2,300 W |
Orkunotkun í biðstöðu | 1 W |
Spenna | 220 - 240 V |
Tíðni | 50 / 60 Hz |
Fylgihlutir | |
Kjarnhitamælir | Já |
Hálfútraganlegar brautir | 1 par |
Emeleruð ofnskúffa | 1 |
Emeleruð bökunarplata | 1 |
Ofngrind | 1 |