Notkun: Alhliðahnífur tilvalin í að saxa. Blaðið er mjótt.
Lengd á blaði: 21 cm.
Skaft: Viður BWH: Black Wood Handle = Svart viðar handfang.
Efni í blaði: Kolefnisríkt, ryðfrítt stál MBS-26 - MV: Molybdenum Vanadium Stainless steel sem hefur verið sett í þriggja þrepa herðingaferli þar til herslan hefur náð 58-59 HRC.
Framleitt: Seki í Japan.
Bitið helst mjög vel og eggin er flugbeitt.
Masahiro hnífarnir eru hugsaðir fyrir veitingamenn. Vandaðir hnífar eru nauðsynlegir góðum veitingamanni. Hnífarnir eru handbrýndir.
Hvert blað hefur verið fullkomnað af handverksfólki með yfir 30 ára reynslu, sem færir Masahiro hnífana upp á áður óþekkta skerpu.
Blaðið er 80/20 sem þýðir að skurðbrúnin færist til hliðar í ás hnífsins. Kostirnir við að nota ósamhverfa "asymmetric" skerpingu eru allt að 35% þynnri skurðbrún miðað við samhverfa "symmetrical" blaðið, sem gerir það mun skarpara.
Gættu að hnífnum þínum!
Þrif:
Við þrif í uppþvottavél er hætta á að hnífurinn verði sljór, ryðgaður eða sýruskemmdur. Við mælum því með að þvo hnífinn í höndunum. Þvoið, skolið og þurrkið hnífinn vandlega eftir notkun, sérstaklega eftir að hafa notað mjög súr matvæli.
Ef tréhandfangið fer að dofna - nuddið því inn með smá matarolíu og þá verður hnífurinn eins og nýr.
Geymsla:
Til að koma í veg fyrir að hnífarnir missi skerpu sína ætti að geyma þá á réttan hátt. Við mælum með að geyma hnífinn í hnífablokk eða á segulrönd. Ekki má geyma hnífana í hnífaskúffu ásamt öðrum hlutum sem gætu skemmt eggið.