Einstaklega fallegur töfrasproti úr 50´s línu SMEG. Þægilegur í notkun, hnífar og armur úr ryðfríu stáli, stillanlegur snúningshraði og Turbo stilling.
Frábært tæki sem sparar þér tíma við eldamennsku
Mögulegt er að blanda silkimjúkar og kremkenndar blöndur úr hvers kyns hráefnum með Smeg töfrasprotanum, jafnvel hörðum ávöxtum og grænmeti. Snúningshraða töfrasprotans er hægt að stilla með einföldum toppsnúningi og þar með aðlaga hann að því verki sem á að vinna. Hraðastilling tryggir góðan árangur við blöndun og Turbo stilling gerir þér kleift að nýta allt 700W afl mótorsins. Ergónómísk hönnun handfangsins tryggir örugga notkun, handfangið er stamt viðkomu og varnar því að töfrasprotinn renni úr höndum notandans. Armurinn er úr ryðfríu stáli, hann er sterkbyggður og endingargóður auk þess sem auðvelt er að fjarlægja hann ef nota á aðra aukahluti. Hnífarnir eru einnig úr ryðfríu stáli, en lögun þeirra myndar ákveðið flæði hráefna við blöndun sem tryggir fullkominn árangur við hverja notkun.
Aðlagaðu töfrasprotann að þínum þörfum
Smeg 50´s töfrasprotinn er fjölhæfur og frábær fyrir alls kyns matvinnslu, sérstaklega þegar hann er notaður með aukahlutasetti sem mögulegt er að panta. Tengdu tækið við þeytara, grænmetismaukara, söxunarskál eða blöndunarskál til þess að búa til smoothie og súpur, mylja klaka, þeyta rjóma – nefndu það!