Nettur og praktískur blandari úr 50's línu SMEG með tveimur hraðastillingum. Tvær flöskur með stútum og lokum fylgja með. Fullkominn blandari til að búa til holla smoothie sem er auðvelt að taka með sér úr úr húsi.
Einfaldaðu rútínuna þína
Nýi fyrirferðarlitli Personal blandarinn er auðveldur í notkun og fullkominn kostur fyrir þau sem kjósa heilbrigðan lífsstíl. Personal blandarinn, sem er með tveimur hraðastillingum og tvöföldum hníf, gerir þér kleift að blanda saman hráefni á örskotsstund sem er hægt að neyta strax eða taka með út úr húsi.
Bættu á þig vítamínum
Tvær flöskur fylgja Personal blandaranum til að tryggja hámarks fjölhæfni í notkun, eftir smekk hvers og eins. 600 ml flöskurnar henta einstaklega vel til þess að búa til smoothie eða mjólkurhristinga með grænmetis eða ávaxta grunni. Bættu þínu uppáhalds hráefni við, blandaðu, og njóttu síðan endurhleðslunnar hvar og hvenær sem er, á skrifstofunni, í skólanum, í ræktinni eða í garðinum.
Flöskur til að taka með
Þægilegir stútar og lok gera þér kleift að taka flöskurnar með þér þannig að þú getir notið ferskra og hollra drykkja á ferðinni. Tritan™ Renew plastflöskurnar henta fyrir alla fjölskylduna, þær eru án BPA, höggþolnar og draga ekki í sig lykt né bragð.