Hraðsuðuketill með hitastýringu - 50's Retro Style.
Fallegur hraðsuðuketill úr 50's línu SMEG. Mögulegt er að velja á milli 7 mismunandi hitastiga,
frá 50°C til 100°C, og getur ketillinn haldið vatninu heitu við valið hitastig í allt að 20 mínútur.
Hraðsuðu ketillinn tekur 1.7 ltr af vatni sem dugar í um það bil 7 bolla og hann slekkur sjálfkrafa
á sér þegar völdu hitastigi er náð.
Mismunandi te tegundir þarfnast mismunandi hitastigs.
Grænt te, ávaxta te eða Oolong te; hvert sem þitt uppáhalds te er gerir hitastýring hraðsuðuketilsins
þér kleift að aðlaga vatnshitann að þínum þörfum. Lok ketilsins er með þægilegri mjúkopnun
og auðvelt er að fylla hann með vatni
Hraðvirkur, öruggur og áreiðanlegur.
Hraðsuðuketillinn er úr ryðfríu stáli með emileringu og hitaleiðni hans þar af leiðandi mjög góð.
Skamman tíma tekur að hita vatnið upp og hann er hljóðlátur. Ketillinn er með innbyggðum
vatnsfilter úr ryðfríu stáli sem hægt er að fjarlægja og þvo, auk þess stendur hann á praktískri
botnplötu með stömum fótum. Mögulegt er að festa rafmagnskapalinn undir botnplötuna,
setja ketilinn niður á hana hvernig sem hann snýr og snúa honum í 360° á botnplötunni.
Alþjóðleg verðlaun.
Viðtökur 50´s smátækjanna frá Smeg hafa verið frábærar og hafa þau unnið til fjölmargra
alþjóðlegra verðlauna. Smeg hraðsuðukatlar hafa hlotið Good Design Awards og Red Dot Design Awards.
Hönnun og útlit.
Litur kremaður
Vörulína 50´s retro style
Stjórnborð Vogarstöng + 2 takkar
Led gaumljós fyrir valið hitastig já
Litur rafmagnssnúru Grár
Þægindi notanda.
Magn 1,7 l.
Hitastýring – hægt að velja mismunandi hitastig á katli – já
Hitastig í boði – 50 – 100 °C.
Ketilinn stoppar sjálfkrafa – já
Vatnsmagni í tæki sést á mælistiku já
Lok með mjúkopnun – já
Lok með push-push opnun – já
Mögulegt að snúa katli í 360° á botnplötu – já
Fjarlægjanlegur ryðfrír vatnsfilter – já
Tæknilegar upplýsingar.
Hæð 27,5 cm.
Breidd 22,6 cm.
Dýpt 17,1 cm.
Heildarafl 2.400 w.
Spenna 220 – 240 V.
Þyngd 1,8 kg.
Þyngd í pakkningu 2,8 kg.