Gullfalleg brauðrist hönnuð af Dolce & Gabbana. Innblástur hönnunar er Sikileyskur hönnunarstíll.
Sicily is my love
Einstök 50´s smátæki sem eru afrakstur skapandi samstarfs SMEG og Dolce & Gabbana. Vörulína sem er hönnuð og framleidd á Ítalíu. Smátækin eru skreytt með hefðbundnum og líflegum sikileyskum skreytingum umluktum geómetrískum formum. Hönnun Matteo Bazzicalupo og Raffaella Mangiarotti (deepdesign) einkennist meðal annars af gullnum sítrónum, sítrusávöxtum, fíkjukaktus og skærrauðum kirsuberjum. Smátækin eru framleidd í fullkominni verksmiðju til að tryggja hitaþol, reglulega notkun og gæði eftirprentunar handmáluðu frumgerðanna. Auðþekkjanleg Dolce & Gabbana hönnun sem er allt í senn áberandi, litrík og íburðarmikil.
Njóttu þess að rista uppáhalds brauðmetið þitt
Morgunmatur eða hádegispása, dögurður eða fordrykkur, hvert sem tilefnið er mun Smeg brauðristin gera það ánægjulegra. Brauðristin er með extra breiðum 36 mm hólfum, getur ristað 2 sneiðar í einu og er með sjálfvirkri miðjujöfnun fyrir jafna ristun brauða af ólíkum stærðum. Að ristun lokinni skýst brauðið sjálfkrafa upp. Þegar þú hefur fundið brauðrist sem þú elskar, munt þú nota hvert tækifæri sem gefst til þess að nota hana.
Hönnun og tækni
Ristun er hægt að stilla eftir þörfum á skalanum 1-6 og kemur brauðristin með þremur forstilltum kerfum; upphitun, afþýðingu og beyglu stillingu. Upphitun hitar brauð upp sem hefur þegar verið ristað eða þarf að rista meira, afþýðing er fyrir ristun á frosnu brauði og beyglu stilling ristar aðeins aðra hlið brauðsins í báðum hólfum. Brauðristin stendur örugglega á stömum fótum og mögulegt er að festa rafmagnskapalinn undir botninn á tækinu. Affallsbakka úr ryðfríu stáli er auðvelt að fjarlægja og tæma. Auk þess er auðvelt að fjarlægja minni brauðsneiðar úr tækinu á öruggan hátt með því að ýta þeim ofar með vogarstöng.
Alþjóðleg verðlaun
Viðtökur 50´s smátækjanna frá Smeg hafa verið frábærar og hafa þau unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna. Smeg brauðristar hafa hlotið Good Design Awards, IF Design Awards og Red Dot Design Awards.