Öflug, fjölhæf og fagleg kaffilausn fyrir vinnustaðinn
X10 er ótrúlega fjölhæf: vélin getur búið til fjölbreitt úrval vinsælla kaffidrykkja með mjólk og mjólkurfroðu auk klassísku svörtu kaffidrykkjanna og kaffikönnu með espresso gæðum. Vélin getur einnig hellt upp á heitt vatn fyrir te á tveimur mismunandi hitastigum.
Kaffivélin hellir upp á einn eða tvo kaffidrykki í einu með einni snertingu þökk sé sterkbyggðum og hæðarstillanlegum kaffistútum. Stórir takkar á stjórnborði og leiðbeinandi merkingar hvert setja á bollann, gera notkun kaffivélarinnar einstaklega þægilega og hentar hún vel fyrir sjálfsafgreiðslu. Mögulegt er að færa staðsetningu allra kaffidrykkjanna á skjá X10 og vélin er með stórum vatnstanki.
Tækninýjungar fyrir fullkomna ánægju
AromaG3 kvörnin malar alltaf ferskar baunir, í nákvæmlega réttan grófleika, fyrir hvern kaffidrykk. Hún er hönnuð með hraða og nákvæmni í huga, en viðheldur þó öllum dásamlega ilmi kaffibaunanna. Púlsuppáhelling tryggir fullkomna lengd uppáhellingar fyrir stutta kaffidrykki, sem skilar sér í enn öflugri og bragðbetri espresso og ristretto. Kaffivélin töfrar fram alla vinsælustu drykkina með mjólk og mjólkurfroðu á fullkominn hátt þökk sé fínfroðutækni og hæðarstillanlegum kaffistútum. Öll stjórntæki X10 eru framan á vélinni, bæði sýnileg og auðveld í notkun. Mögulegt er að læsa vatnstanki og baunatanki með lás til þess að koma í veg fyrir handfjöllun. Affallsbakka og bakka fyrir kaffikorg má fjarlægja með annarri hendi og tæma á sama tíma, bæði hratt og hreinlega. Skírleiki einkennir stjórntæki kaffivélarinnar. Notkun liggur beint við, jafnvel fyrir fyrstu notendur, bæði vegna lóðrétts TFT skjásins og stórra, auðsjáanlegra hnappa. Hnappana er mögulegt að óvirkja til að koma í veg fyrir endurstillingar eða tilviljunarkennda notkun á meðan hreinsun vélar fer fram.
TÜV skírteini fyrir hreinlæti
Viðhald kaffivélarinnar X10 er alveg jafn snjallt og notkun hennar. Innbyggð skol- og hreinsikerfi ásamt sérþróuðum rekstrarvörum fyrir JURA kaffivélar, tryggja TÜV skírteini fyrir hollustu og hreinlæti. Jafnvel þrif á mjólkurleiðslum eru sjálfvirk og sett af stað með einum hnappi. Auðvelt er að taka sterkbyggða, tvöfalda kaffistútinn í sundur fyrir þrif. Aðgengi að mjólkurstút er að framanverðu inni í tvöfalda kaffistútnum, en auk góðs aðgengis er auðvelt að skipta um mjólkurstútinn ef þörf er á.
Jafn einstök og þínar þarfir eru
Mögulegt er að tengja X10 við aðra kaffivél eða aukahluti eins og bollahitara, mjólkurkæli eða myntmæli sem eru sérstaklega hannaðir fyrir JURA professional kaffivélar. Þannig er hægt að búa til klæðskerasniðna heildarlausn varðandi kaffi fyrir fjölbreyttar aðstæður.