Skilmálar
Ábyrgðarskilmálar
Eins árs ábyrgð er á stóreldhústækjum, tvö ár á heimilistækjum vegna verksmiðjugalla sem að fram kunna að koma. Ábyrgðin gildir frá söludegi tækisins. Rafmiðlun er þjónustuaðili fyrir tæki sem að keypt eru hjá Progastro ehf og allar ábyrgðarviðgerðir eru framkvæmdar af þeim.
Frumrit sölureiknings gildir sem ábyrgðarskírteini og verður kaupandi að geta framvísað því til að sanna að hann sé upprunalegur eigandi af tækinu.
Ábyrgð nær ekki til fylgihluta tækjanna svo sem: glerhluta, reima o.þ.h. Hlutir sem skemmast við ranga notkun á tæki falla ekki undir ábyrgð. Skemmdir á tækjunum, sem verða við spennufall, hnjask, ofhleðslu, misnotkun, eldsvoða eða náttúruhamförum falla ekki undir ábyrgð. Ef tækinu er breytt að einhverju leyti og ef tækið er notað í annað en það er hannað fyrir fellur ábyrgð niður. Hreinsanir, stillingar, breytingar og þess háttar aðgerðir á tækinu falla ekki undir ábyrgð. Ábyrgðin fellur úr gildi ef viðgerðartilraunir eru framkvæmdar af öðrum en Rafmiðlun, nema sérstakt leyfi sé gefið til þess.
Kaupandi skal koma tækinu til viðgerðar á sinn kostnað ef þess gerist þörf. Kostnaður við ferðir og uppihald flokkast ekki undir ábyrgð og verður eigandi að greiða kostnað sem hlýst af því.
Skilaréttur
Heimilt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupdagsetningu, sé varan í upprunalegum umbúðum og innsigli hennar órofið. Við vöruskil skal framvísa kassakvittun. Þegar vöru er skilað er gefin út inneignarnóta sem gildir til úttektar hjá Progastro í eitt ár frá útgáfudegi. Skilaréttur á hvorki við um útsöluvörur, sértilboð,sérpantanir né notaðar vörur.
Ef innsigli vörunnar hefur verið rofið eða umbúðir hennar laskaðar áskilur Progastro sér rétt til að taka vöruna til baka með afföllum. Einnig áskilur Progastro sér rétt til að fara fram á skoðun á ástandi vörunnar á verkstæði. Viðskiptavinur ber þá allan kostnað vegna skoðunarinnar skv. kaupalögum.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Progastro ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Progastro ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Af öllum pöntunum dreift af Landflutningum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Landflutninga um afhendingu vörunnar. Allar netpantanir þar sem verslað er fyrir 10.000 kr eða meira miðast við verslun innanlands.
Hafi vara skemmst í meðhöndlun þriðja aðila (t.d. flutningsaðila) eða misræmi er á fjölda afhentra vara og vörufylgisskjali, þarf móttakandi vöru að
gera athugasemd við flutningsaðila við vöruafhendingu.
Netverslun
Öll verð í netverslun eru birt með fyrirvara um villur.